Lífið

Jákvæður ræstitæknir fékk óvænta peningagjöf

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Herman Gordon er sagður vera einn kátasti ræstitæknir Bretlandseyja.
Herman Gordon er sagður vera einn kátasti ræstitæknir Bretlandseyja. BBC
Ræstitæknir í háskólanum í Bristol brosir hringinn þessa dagana. Nemendur við skólann komu nefnilega færandi hendi á dögunum og færðu honum 1500 pund, um 210 þúsund krónur, svo hann geti heimsótt fjölskyldu sína á Jamaíku.

Nemendur skólans lýsa Herman Gordon sem „holdgervingi hamingjunnar.“ Í samtali við breska ríkisútvarpið segir Gordon að það sé mikilvægt að senda frá sér jákvæða strauma. Krakkarnir í skólanum eru undir miklu álagi og því hjálpar neikvæði ekki neitt.

„Ég tala fallega til þeirra og þau tala fallega til mín“ segir Gordon.

Alls tóku um 230 nemendur þátt í söfnunni. Myndband af afhendingu seðlaumslagsins rataði á netið og má sjá það hér að neðan. Umslaginu fylgdi kveðja frá nemendunum þar sem þeir þökkuðu ræstitækninum fyrir að lífga upp á daginn sinn. „Við viljum að þú vitir að við elskum og metum þig,“ segir meðal annars í bréfinu.

Pundin mun Gordon svo nota, sem fyrr segir, til að fara með eiginkonu sinni í vikuferð til Jamaíku, þangað sem hann á ættir að rekja.

Myndband BBC frá afhendingunni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×