Erlent

Seinfeld-leikarinn Stanley Anderson er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Stanley Anderson í hlutverki Art Vandelay dómara í Seinfeld.
Stanley Anderson í hlutverki Art Vandelay dómara í Seinfeld.
Bandaríski leikarinn Stanley Anderson er látinn, 78 ára að aldri. Anderson er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í Seinfeld-þáttunum þar sem hann lék Arthur Vandelay dómara sem dæmdi fjórmenningana til fangelsisvistar í síðasta þætti þáttaraðarinnar.

TMZ  greinir frá því að Anderson hafi andast síðastliðinn sunnudag, sex vikum eftir að hafa greinst með krabbamein í heila.

Anderson fór einnig með hlutverk Slocum hershöfðingja í kvikmynd Sam Raimi um Köngulóarmanninn, en persóna hans aðstoðaði persónu Willem Dafoe að breytast í Græna púkann, eða Green Goblin.

Leikaraferill Anderson náði allt aftur til sjötta áratugar síðustu aldar. Meðal annarra kvikmynda og þátta Anderson má nefna RoboCop 3, Armageddon, Runaway Jury, NYPD Blue, Drew Carey Show og Law and Order.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×