Rússneskir saksóknarar herja enn á sérfræðing í fjöldamorðum Stalíns Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2018 19:01 Þrátt fyrir að hafa borið ábyrgð á dauða milljóna manna á Jósef Stalín sér enn aðdáendur í Rússlandi. Pútín forseti segir að of dökk mynd hafi verið dregin upp af einræðisherranum alræmda. Vísir/EPA Júrí Dmítríjev, rússneskur sagnfræðingur sem hefur vakið reiði stjórnvalda í heimalandinu vegna leitar sinnar að fjöldagröfum Jósefs Stalíns, var í dag sakaður um hafa brotið kynferðislega gegn ættleiddri dóttur sinni. Hann var hreinsaður af svipuðum glæpum í apríl. Leit Dmítríjev að fjöldagröfum frá árunum 1937 til 1938 þegar sovéski einræðisherrann Stalín lét taka hátt í 700.000 manns af lífi hefur farið fyrir brjóstið á sumum rússneskum ráðamönnum. Dmítríjev hefur þegar fundið gröf með líkum allt að níu þúsund manna frá þessu tímabili. Vladímír Pútín forseti hefur harmað að of dökk mynd hafi verið dregin upp af Stalín í því skyna að grafa undan Rússlandi. Upphaflega sökuðu saksóknarar í norðvesturhluta Rússlands Dmítríjev um að hafa í vörslu sinni kynferðislegar myndir af ættleiddri dóttur sinni sem þá var ellefu ára gömul. Dómari skikkaði hann meðal annars til þess að sæta geðrannsókn til að kanna hvort hann væri kynferðislega brenglaður. Sérfræðingar báru þó vitni um að myndir af stúlkunni væru ekki barnaklám. Dómstóll hreinsaði Dmítríjev af ásökununum í apríl en áfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði við fyrr í þessum mánuði. Dmítríjev var þá aftur hnepptur í varðhald. Hann hefur þegar setið í fangelsi í þrettán mánuði vegna ásakananna.Kallar ásakanirnar „uppspuna“ Í dag tilkynntu saksóknarar svo að þeir hefðu hafið nýja sakamálarannsókn á sagnfræðingnum, nú vegna meintra kynferðisbrota hans gegn dótturinni. Allt að tuttugu ára fangelsi liggur við þeim brotum, að sögn Reuters-fréttstofunnar. Stuðningsmenn Dmítríjev og mannréttindasamtök telja að yfirvöld ofsæki hann vegna leitar hans að fjöldagröfum Stalíns. Talskona Evrópusambandsins sagði í gær að málið gegn Dmítríjev „vafasamt“ og að sambandið byggist við því að það yrði látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) hefur sagt að ástand mannréttinda í Rússlandi hafi ekki verið verra frá því í tíð Sovétríkjanna. Dmítríjev hafnar nýju áskökunum og segir þær „tilbúning“. Saksóknar setji þær fram til þess að sýna fram á að þeir hafi ekki haft rangt fyrir sér í upphaflega málinu gegn honum. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Júrí Dmítríjev, rússneskur sagnfræðingur sem hefur vakið reiði stjórnvalda í heimalandinu vegna leitar sinnar að fjöldagröfum Jósefs Stalíns, var í dag sakaður um hafa brotið kynferðislega gegn ættleiddri dóttur sinni. Hann var hreinsaður af svipuðum glæpum í apríl. Leit Dmítríjev að fjöldagröfum frá árunum 1937 til 1938 þegar sovéski einræðisherrann Stalín lét taka hátt í 700.000 manns af lífi hefur farið fyrir brjóstið á sumum rússneskum ráðamönnum. Dmítríjev hefur þegar fundið gröf með líkum allt að níu þúsund manna frá þessu tímabili. Vladímír Pútín forseti hefur harmað að of dökk mynd hafi verið dregin upp af Stalín í því skyna að grafa undan Rússlandi. Upphaflega sökuðu saksóknarar í norðvesturhluta Rússlands Dmítríjev um að hafa í vörslu sinni kynferðislegar myndir af ættleiddri dóttur sinni sem þá var ellefu ára gömul. Dómari skikkaði hann meðal annars til þess að sæta geðrannsókn til að kanna hvort hann væri kynferðislega brenglaður. Sérfræðingar báru þó vitni um að myndir af stúlkunni væru ekki barnaklám. Dómstóll hreinsaði Dmítríjev af ásökununum í apríl en áfrýjunardómstóll sneri þeim úrskurði við fyrr í þessum mánuði. Dmítríjev var þá aftur hnepptur í varðhald. Hann hefur þegar setið í fangelsi í þrettán mánuði vegna ásakananna.Kallar ásakanirnar „uppspuna“ Í dag tilkynntu saksóknarar svo að þeir hefðu hafið nýja sakamálarannsókn á sagnfræðingnum, nú vegna meintra kynferðisbrota hans gegn dótturinni. Allt að tuttugu ára fangelsi liggur við þeim brotum, að sögn Reuters-fréttstofunnar. Stuðningsmenn Dmítríjev og mannréttindasamtök telja að yfirvöld ofsæki hann vegna leitar hans að fjöldagröfum Stalíns. Talskona Evrópusambandsins sagði í gær að málið gegn Dmítríjev „vafasamt“ og að sambandið byggist við því að það yrði látið niður falla. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) hefur sagt að ástand mannréttinda í Rússlandi hafi ekki verið verra frá því í tíð Sovétríkjanna. Dmítríjev hafnar nýju áskökunum og segir þær „tilbúning“. Saksóknar setji þær fram til þess að sýna fram á að þeir hafi ekki haft rangt fyrir sér í upphaflega málinu gegn honum.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira