Fótbolti

Guy Ritchie leikstýrði Neymar og Harry Kane

Einar Sigurvinsson skrifar
Guy Ritchie ásamt David Beckham, en Beckham hefur leikið í tveimur kvikmynda Ritchie.
Guy Ritchie ásamt David Beckham, en Beckham hefur leikið í tveimur kvikmynda Ritchie. getty
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er umfjöllunarefni nýjustu auglýsingar heyrnatólaframleiðandans Beats, en leikstjóri auglýsingarinnar er enginn annar en Guy Ritchie.

Í auglýsingunni koma fram nokkrir leikmenn sem verða í eldlínunni á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Þeirra á meðal er fyrirliði enska landsliðsins, Harry Kane, leikmaður Manchester City og franska landsliðsins, Benjamin Mendy og brasilíska stórstjörnuna Neymar.

Í leikstjórn sinni hefur Guy Ritchie nokkuð auðþekkjanlegan stíl sem sést greinilega á auglýsingunni. Ritchie hlaut tilnefningu til BAFTA verðlaunanna fyrir mynd sína Lock, Stock and Two Smoking Barrels, en hann hefur einnig maðurinn á bak við myndirnar Snatch, RocknRolla og The Man from U.N.C.L.E. Auk þess leikstýrði hann Robert Downey Jr. í tveimur myndum um Sherlock Holmes.

Þetta er ekki fyrsta auglýsingin frá Guy Ritchie þar sem knattspyrna er í forgrunni en árið 2008 sló Nike auglýsing hans eftirminnilega í gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×