Kristján gefur lítið fyrir mótmæli gegn hvalveiðum: „Þetta hefur ekki áhrif á okkur“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 10. júní 2018 20:00 Hvalveiðum var mótmælt viðÆgisgarðí hádeginu, en veiðarnar sem áttu að hefjast í dag munu tefjast um nokkra daga. Framkvæmdastjóri Hvals hf. segir ekkert vit í málflutningi mótmælenda. Til stóð að lagt yrði úr höfn í dag og haldið til hvalveiða í fyrsta sinn eftir tveggja ára hlé. Þó ekki hafi orðið úr því ákvað hópur fólks að koma saman við Ægisgarð og mótmæla fyrirhuguðum veiðum.Segir hvali göfuga og góða „Við erum bara komin hingað til að reyna að vernda hvalina. Þetta eru mjög göfugar og góðar skepnur sem gera mikið fyrir lífríki sjávar og við viljum bara sjá þær í sjónum, en ekki hérna, dregna á eftir bátum,“ sagði Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta á Íslandi og einn skipuleggjandi mótmælanna. Engir hvalir voru þó dregnir eftir bátum í dag. „Það hefur verið svo mikil rigning nú allan maímánuð svo það hefur tekið lengri tíma, hvað varðar að mála og annað hjá okkur utandyra þarna í Hvalfirði. Þetta hefur gengið allt hægar,“ segir Kristján.Viðhald á skipi dregist Þá hafi viðhald á öðru skipi fyrirtækisins sem nú er í slipp orðið umfangsmeira en útlit var fyrir. Því muni veiðarnar dragast nokkuð fram í vikuna hið minnsta. Mótmælendur ætla að halda áfram af fullum krafti eins lengi og til stendur að veiða hval. „Ég hef ekki heyrt nein góð rök fyrir því að við eigum að halda áfram að veiða hval. Það er enginn með næringarskort af því að hann borðaði ekki nógu mikinn hval,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan samtakanna, sem einnig kom að skipulagningu mótmælanna. „Þetta er mjög kvalafullur dauðdagi sem hvalir hljóta þegar þeir eru skotnir, sem er ekki hægt að verja með neinum rökum. Þar að auki virðast ekki vera kaupendur fyrir þessum vörum,“ sagði Valgerður enn fremur.„Það passar ekki neitt af þessu“ Kristján gefur aftur á móti lítið fyrir þessi sjónarmið mótmælenda. „Jújú, það finnur alltaf eitthvað til að réttlæta það sem verið er að segja, það passar ekkert af þessu neitt, þetta fólk sem er á móti öllu hér í landinu. Þetta hefur ekki áhrif á okkur allavega,“ segir Kristján. Leyfi var veitt fyrir veiðum á 161 dýri í sumar. Kristján kveðst sannfærður um að markaður sé fyrir allt þetta magn og er spenntur fyrir góðri veiði. „Hvalastofnarnir eru sterkir, það eru engin vandræði með það. Ég reikna með að þeir verði bara hérna á miðunum þar sem við höfum verið síðan 1948, þannig að ég reikna ekki með neinni breytingu á því,“ segir Kristján. Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Hvalveiðum var mótmælt viðÆgisgarðí hádeginu, en veiðarnar sem áttu að hefjast í dag munu tefjast um nokkra daga. Framkvæmdastjóri Hvals hf. segir ekkert vit í málflutningi mótmælenda. Til stóð að lagt yrði úr höfn í dag og haldið til hvalveiða í fyrsta sinn eftir tveggja ára hlé. Þó ekki hafi orðið úr því ákvað hópur fólks að koma saman við Ægisgarð og mótmæla fyrirhuguðum veiðum.Segir hvali göfuga og góða „Við erum bara komin hingað til að reyna að vernda hvalina. Þetta eru mjög göfugar og góðar skepnur sem gera mikið fyrir lífríki sjávar og við viljum bara sjá þær í sjónum, en ekki hérna, dregna á eftir bátum,“ sagði Valgerður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka grænmetisæta á Íslandi og einn skipuleggjandi mótmælanna. Engir hvalir voru þó dregnir eftir bátum í dag. „Það hefur verið svo mikil rigning nú allan maímánuð svo það hefur tekið lengri tíma, hvað varðar að mála og annað hjá okkur utandyra þarna í Hvalfirði. Þetta hefur gengið allt hægar,“ segir Kristján.Viðhald á skipi dregist Þá hafi viðhald á öðru skipi fyrirtækisins sem nú er í slipp orðið umfangsmeira en útlit var fyrir. Því muni veiðarnar dragast nokkuð fram í vikuna hið minnsta. Mótmælendur ætla að halda áfram af fullum krafti eins lengi og til stendur að veiða hval. „Ég hef ekki heyrt nein góð rök fyrir því að við eigum að halda áfram að veiða hval. Það er enginn með næringarskort af því að hann borðaði ekki nógu mikinn hval,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan samtakanna, sem einnig kom að skipulagningu mótmælanna. „Þetta er mjög kvalafullur dauðdagi sem hvalir hljóta þegar þeir eru skotnir, sem er ekki hægt að verja með neinum rökum. Þar að auki virðast ekki vera kaupendur fyrir þessum vörum,“ sagði Valgerður enn fremur.„Það passar ekki neitt af þessu“ Kristján gefur aftur á móti lítið fyrir þessi sjónarmið mótmælenda. „Jújú, það finnur alltaf eitthvað til að réttlæta það sem verið er að segja, það passar ekkert af þessu neitt, þetta fólk sem er á móti öllu hér í landinu. Þetta hefur ekki áhrif á okkur allavega,“ segir Kristján. Leyfi var veitt fyrir veiðum á 161 dýri í sumar. Kristján kveðst sannfærður um að markaður sé fyrir allt þetta magn og er spenntur fyrir góðri veiði. „Hvalastofnarnir eru sterkir, það eru engin vandræði með það. Ég reikna með að þeir verði bara hérna á miðunum þar sem við höfum verið síðan 1948, þannig að ég reikna ekki með neinni breytingu á því,“ segir Kristján.
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira