Erlent

Evrópa mun innleiða frekari tolla á bandarískt stál

Andri Eysteinsson skrifar
Angela Merkel segist vonsvikin með ákvörðun Donald Trump að draga til baka stuðning sinn við yfirlýsingu G7 ríkjanna
Angela Merkel segist vonsvikin með ákvörðun Donald Trump að draga til baka stuðning sinn við yfirlýsingu G7 ríkjanna Vísir/EPA

Evrópa mun fylgja fordæmi Kanada og innleiða gagnaðgerðir gegn bandarískum tollum á stáli og áli sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Reuters greinir frá að kanslarinn hafi lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta að draga til baka stuðning sinn við sameiginlega yfirlýsingu G7 ríkjanna í gær.

Trump tilkynnti ákvörðun sína á Twitter eftir að hann hafði yfirgefið fundinn í Kanada fyrr en áætlað var. Merkel sagði að niðurstaða fundarins væri ekki endalok sambands Bandaríkjanna og Evrópu en ljóst væri að Evrópa gæti ekki treyst lengur á bandamenn sína í vestri.

Aðspurð hvort hún óttaðist aðgerðir Bandaríkjanna í ljósi ákvörðunarinnar, þá sérstaklega um tolla á innflutning evrópskra bifreiða sagði Merkel að reynt yrði að afstýra því en ef til þess kæmi vonaðist hún eftir samstilltum viðbrögðum evrópuþjóða.

Vongóð um endurinngöngu Rússa í G7

G7 eru samtök 7 ríkja sem eru með stærstu hagkerfi heims, frá 1994 til 2014 hétu samtökin G8 en eftir innlimun Rússlands á Krímskaganum hefur Rússum verið haldið utan samtakanna.

Spurð um stöðu Rússlands, sagði Merkel að hún sæi fyrir endurgöngu Rússlands í samtökin en áður þyrfti miklar framfarir að eiga sér varðandi frið í Úkraínu.

Merkel viðurkenndi einnig að hluti gagnrýni Trump Bandaríkjaforseta ætti rétt á sér. Ekki væri nógu miklu af fjármunum Þýskalands veitt í varnarmál NATO.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.