Viðskipti innlent

Stærstu stjórnendur aldrei svartsýnni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni.
Undanfarna mánuði hefur hagkerfið sýnt þess merki að farið sé að hægja á tannhjólum þess. Stjórnendur stærstu fyrirtækjanna eru svartsýnni nú en nokkru sinni. Vísir/GVA

„Þetta staðfestir það sem við höfum skynjað í samtölum við félagsmenn okkar undanfarna mánuði. Upp á síðkastið höfum við reglulega fengið fréttir af því að fyrirtæki séu að draga saman seglin og jafnvel loka starfsstöðvum til að bregðast við raungenginu og stöðunni á vinnumarkaði,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Ársfjórðungslega gerir Gallup könnun á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til stöðu og framtíðarhorfa stærstu fyrirtækja landsins. Könnunin er unnin fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabankann.

Sextíu prósent stjórnenda telja aðstæður nú góðar og hefur þeim fækkað um tíu prósentustig frá því könnunin var framkvæmd fyrir þremur mánuðum. Tólf prósent telja aðstæður slæmar og hefur sú tala tvöfaldast frá síðustu könnun. Þá hafa væntingar stjórnenda til næstu sex mánaða aldrei mælst minni, ekki einu sinni meðan og skömmu eftir að efnahagskerfi landsins hrundi.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Samtök Iðnaðarins

Sigurður segir komandi kjarasamningaviðræður skipta miklu máli. Lítið sem ekkert svigrúm sé til að hækka laun. Það velti mikið á væntingum launþega og aðgerðum stjórnvalda hvernig muni fara. Tilraunir undanfarinna ára, til að mynda SALEK-samkomulagið, hafi mistekist alfarið.

„Þó að kaupmáttur hafi aukist umtalsvert þá hefur húsnæðiskostnaður, sérstaklega þeirra sem lægstu launin hafa, aukist talsvert meira. Það verður að finna lausn á því,“ segir Sigurður. Náist ekki góð sátt í samningaviðræðunum er viðbúið að samkeppnishæfni muni minnka sem leiði síðan til aukinnar verðbólgu.

„Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Það er raunsætt mat að það er að draga úr hagvexti,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins.

Grímur segir að það skipta máli að feta línudansinn milli verðbólgu og gengis krónunnar. Gjaldmiðillinn hafi gefið eftir frá því sem verið hefur og viðbúið sé að það haldi áfram. „Húsnæðismálin eru hluti af stóru myndinni. Mín tilfinning er sú að kólnun í hagkerfinu taki líka til byggingamarkaðarins. Það verður eitt af þeim málum sem koma á borð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í komandi viðræðum. Félagslegar lausnir hljóta að verða hluti af sátt á vinnumarkaði,“ segir Grímur.


Tengdar fréttir

Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela

Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.