Fótbolti

Kári: Alltaf í stöðunni að eitthvað lið kaupi mig

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Kári á æfingu í hitanum og svitanum.
Kári á æfingu í hitanum og svitanum. vísir/vilhelm

Kári Árnason spilar á HM og fer svo heim til Íslands til þess að spila í Pepsi-deildinni. Arnar Björnsson spurði hann að því hvort hann væri ekki spældur að hafa samið svona snemma við Víkinga því eitthvað gæti komið upp eftir HM.

„Það var fyrir fram ákveðið að ég færi heim í Víking. Ef einhver er tilbúinn að kaupa mig þá er það alltaf í stöðunni," segir Kári og hefur augljóslega ekki alveg lokað hurðinni að atvinnumennskunni. Það þarf þó líklega eitthvað afar freistandi að koma upp.

Kári hefur spilað frábærlega fyrir landsliðið í mörg ár og ef hann spilar jafn vel á HM þá er aldrei að vita hvað gerist.

Ef ekki þá eiga íslenskur fótboltaunnendur von á góðu því þeir fá að sjá Kára í Pepsi-deildinni.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Gylfi: Við viljum allir að Aron spili

Gylfi Þór Sigurðsson hefur lagt gríðarlega mikið á sig síðan hann meiddist fyrir nákvæmlega þremur mánuðum síðan. Hann hefur getað æft af kappi og ekki þurft að hlífa sér síðustu daga. Honum leið líka vel fyrir æfingu í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.