Fótbolti

Björn: Raggi hefur mikinn áhuga á að læra eitthvað sem er erfitt

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Björn Bergmann nýtur sín í Rússlandi.
Björn Bergmann nýtur sín í Rússlandi. vísir/vilhelm

Björn Bergmann Sigurðarson býr í Rússlandi þar sem hann spilar fyrir Rostov en hann viðurkennir að hann sé ekkert sérstaklega sleipur í rússneskunni.

„Ég er að reyna að læra rússnesku en er ekki kominn með kennara enn þá. Ég var svo stutt síðast og mikið að gera á tímabilinu. Ég nennti ekkert að fara í kennslu," sagði Skagamaðurinn heiðarlegur.

Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason spila með honum hjá Rostov og hann segist fá aðstoð frá þeim.

„Ég er mest að hlusta á Ragga og Sverri tala rússneskuna. Raggi er sérstaklega sleipur í þessu. Raggi er með allt á hreinu. Hann hefur svo mikinn áhuga á að læra eitthvað sem er erfitt," segir Björn en það gæti hafa örlað fyrir smá kaldhæðni í þessum orðum.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Kári: Alltaf í stöðunni að eitthvað lið kaupi mig

Kári Árnason spilar á HM og fer svo heim til Íslands til þess að spila í Pepsi-deildinni. Arnar Björnsson spurði hann að því hvort hann væri ekki spældur að hafa samið svona snemma við Víkinga því eitthvað gæti komið upp eftir HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.