Lífið

Kanye West greindur með geðhvarfasýki: „Ég er ofurhetja“

Bergþór Másson skrifar
Rapparinn, fatahönnuðurinn og heimspekingurinn Kanye West.
Rapparinn, fatahönnuðurinn og heimspekingurinn Kanye West. Getty/Vísir

Fjöllistamaðurinn Kanye West hefur verið mjög áberandi upp á síðkastið fyrir nokkuð umdeildar skoðanir. Nú á dögunum greindist hann með geðhvarfasýki. Í viðtali við útvarpsmanninn Big Boy opnaði hann sig um málið.

Eftir nánast 2 ár fjarri sviðsljósinu, tilkynnti Kanye það í byrjun sumars að hann muni gefa út eina plötu á viku, næstu fimm vikurnar. Í kjölfarið vakti hann mikla furðu aðdáenda sinna með ýmsum umdeildum ummælum, eins og þegar hann sagði þrældóm blökkumanna hafa verið „val.“

Í útgáfuhófi nýju plötu sinnar „ye,“ tók útvarpsmaðurinn Big Boy viðtal við Kanye þar sem hann sagði frá því að hann hafi verið greindur með geðhvarfasýki 39 ára gamall.

Kanye segist alls ekki skammast sín fyrir sjúkdóminn. Á nýjustu plötu sinni lýsir hann því yfir að hann horfi ekki á geðhvarfasýkina sem fötlun eða eitthvað sem heldur aftur af honum, heldur segir hann hana frekar gera sig að ofurhetju.

Aðdáendur Kanyes sem berjast einnig við andleg veikindi hafa sagt frá því á samfélagsmiðlum að opinberun Kanyes hafi hjálpað þeim sjálfum í sínum eigin baráttum.Einnig fær Kanye þakkir fyrir það að opna á umræðu um geðsjúkdóma á jákvæðan hátt.
Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.