Viðskipti erlent

Forstjóri Audi handtekinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rupert Stadler er kominn í fangelsi.
Rupert Stadler er kominn í fangelsi. Vísir/Getty

Rupert Stadler, forstjóri bílaframleiðandans Audi hefur verið handtekinn í Þýskalandi í tengslum við rannsókn á röngum upplýsingum um útblástur dísilbíla. BBC greinir frá.

Audi hefur á undanförnum mánuðum flækst í svokallaðan útblástursskandal, keimlíkan þeim sem hrjáði Volkswagen fyrir fáeinum árum og nefnt hefur verið „Diseselgate“. Volkswagen er eigandi Audi.

Viðurkenndi Volkswagen að hafa komið búnaði fyrir í ellefu milljónum bílum framleiðandans sem gaf ranga mynd af útblæstri bílanna, þannig að þeir virtust vera umhverfisvænni en raunin var.

Audi viðurkenndi í síðasta mánuði að 60-70 þúsund bílar framleiðandans glímdu við slík vandamál en á síðasta ári innkallaði Audi 850 þúsund bíla vegna málsins, þó aðeins þyrfti að lagfæra brot af þeim fjölda.

Saksóknarar í Munchen segjast hafa farið fram á að Stadler yrði handtekinn þar sem talin hafi verið að hætta á að hann myndi eyðileggja sönnunargögn í málinu.

Verður hann yfirheyrður í vikunni vegna málsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.