Rússar nánast öruggir í 16-liða úrslit eftir sigur á Egyptalandi

Einar Sigurvinsson skrifar
Denis Cheryshev skoraði sitt þriðja mark fyrir Rússland á HM í kvöld.
Denis Cheryshev skoraði sitt þriðja mark fyrir Rússland á HM í kvöld. Vísir/Getty
Heimamenn í Rússlandi eru svo gott sem öruggir í 16-liða úrslit HM eftir 3-1 sigur á Egyptalandi.

Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins. Það skoraði Ahmed Fathy, varnarmaður Egyptalands í sitt eigið net á 47. mínútu.

El Shenawi, markvörður Egypta kýldi þá boltann út í teiginn þar sem Roman Zobnin tók vonlaust skot. Ahmed Fathy reyndi að að hreinsa boltann í burtu en hitti hann ekki og setti hann þess í stað glæsilega í sitt eigið net.

Á 59. mínútu bætti Rússland við öðru markinu en þar var á ferðinni Denis Cheryshev með sínu þriðja marki á Heimsmeistaramótinu.

Skömmu síðar kom Artem Dzyuba Rússlandi í 3-0 og staðan orðin mjög góð fyrir heimamenn.

Korteri fyrir leikslok náði Mohamed Salah að klóra í bakkann fyrir Egyptaland með marki úr víti. Þar dæmdi dómari leiksins í fyrstu aukaspyrnu en með hjálp myndbandsaðstoðardómara var dómnum réttilega breytt í vítaspyrnu.

Nær komust Egyptar ekki og sitja þeir því í 3. sæti A-riðils með ekkert stig og ólíklegt að draumur þeirra um 16-liða úrslit geti orðið að veruleika. Rússland er hins vegar svo gott sem öruggt með sæti sitt í 16-liða úrslitum, svo lengi sem Sádí-Arabía vinnur ekki bæði Úrúgvæ og Egyptaland með samtals tólf marka mun.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira