Körfubolti

Tryggvi Hlinason: Mjög stoltur og hlakka til fimmtudagskvöldsins

Einar Sigurvinsson skrifar
Tryggvi var til skoðunar hjá Phoenix Suns á dögunum.
Tryggvi var til skoðunar hjá Phoenix Suns á dögunum. NBA
Á fimmtudaginn fer fram nýliðaval NBA-deildarinnar í Barclays Arena í New York. Meðal leikmanna sem verða í pottinum er Tryggvi Hlinason, leikmaður íslenska landsliðsins og Valencia á Spáni. Alls verða 60 leikmenn valdir af liðunum 30 þetta kvöld.

„Það hefur verið mjög áhugavert og skemmtilegt að heimsækja hin ýmsu lið að undanförnu. Á hverjum degi ferðast ég til nýrrar borgar til að sýna NBA þjálfurum hvað í mér býr,“ segir Tryggvi Hlinason, en líklegt þykir að hann verði valinn í 2. umferð nýliðavalsins.

„Þetta er krefjandi ferli en á sama tíma afar spennandi. Að vera hluti af þessu ferli sem NBA nýliðavalið er, er öðruvísi en á sama tíma er ég mjög stoltur og hlakka fimmtudagskvöldsins,“ segir Tryggvi.

Með Tryggva í för til New York verður hópur fólks. Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson og Stefán Þór Borgþórsson, starfsmaður KKÍ. Einnig verða fyrrum þjálfarar Tryggva, þeir Ágúst Guðmundsson og Benedikt Guðmundsson viðstaddir og foreldrar hans.

Næsta verkefni Tryggva að nýliðavalinu loknu verða leikir íslenska landsliðsins gegn Búlgaríu og Finnlandi í undankeppni HM, en þeir fara fram 29. júní og 2. júlí.


Tengdar fréttir

Það verður áhugi á Tryggva í 2. umferð

Fréttablaðið fékk sérfræðing ESPN, Jonathan Givony, til að rýna í möguleika Tryggva Hlinasonar í nýliðavali NBA-deildarinnar. Hann segir að miðherjinn gæti verið valinn seint í 2. umferð en hann vanti enn reynslu fyrir stærsta sviðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×