Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júní 2018 19:45 Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira