Líklegt að sósíalistinn Sánchez komist til valda á Spáni í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2018 06:00 Stjórnarandstöðuleiðtoginn Pedro Sánchez á þinginu í gær. Vísir/AFP Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Til stendur að spænska þingið greiði í dag atkvæði um vantraust á forsætisráðherrann Mariano Rajoy. Í gær kom í ljós að flokkur Baska á spænska þinginu (PNV) ætlaði að ganga til liðs við fimm aðra stjórnarandstöðuflokka sem styðja vantrauststillöguna. Með stuðningi Baskanna voru andstæðingar Rajoys orðnir 180 en 176 þarf til þess að steypa Rajoy af stóli. Ef þingmennirnir 180 greiða atkvæði með tillögunni þýðir það að Rajoy þarf að taka til á skrifborðinu sínu og mun Pedro Sánchez, formaður spænska Sósíalistaflokksins (PSOE) og formlegur leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfkrafa taka við forsætisráðherrastólnum. Skömmu áður en PNV lýsti yfir stuðningi við tillöguna sagði Sánchez í pontu að Rajoy hefði enn tíma til að afstýra þeim örlögum sínum að verða fyrsti spænski forsætisráðherrann sem tapar atkvæðagreiðslu sem þessari. „Ert þú tilbúinn til þess að segja af þér núna? Segðu af þér í dag og þú færð að fara á eigin forsendum. Þú tilheyrir fortíðinni, ert hluti af kafla sem þetta ríki er að fara að loka,“ sagði Sánchez. Rajoy hafði ekki sagt af sér þegar Fréttablaðið fór í prentun og stefndi því í að atkvæðagreiðslan færi fram í dag.Sjá einnig: Spænska ríkisstjórnin fallin Partido Popular (PP), flokkur Rajoys, er í minnihluta á þinginu og hefur einungis 134 þingsæti af 350. Þótt hann sé stærsti flokkurinn á þingi er það hvergi nærri nóg til að verja Rajoy vantrausti. Ástæðan fyrir því að tillagan var sett fram er einna helst umfangsmikið spillingarmál innan raða Partido Popular. Á dögunum voru 29 flokksmenn dæmdir í 351 ár í fangelsi samanlagt í hinu svokallaða Gurtel-máli. Málið komst upp eftir að El País birti skjöl sem Luis Barcenas, fyrrverandi gjaldkeri PP, skrifaði um ólöglegar greiðslur til ýmissa flokksmanna. Rajoy sagði á þinginu í gær að þingflokkur PP væri skipaður „heiðarlegu og góðu“ fólki. „Sósíalistarnir eyðilögðu ríkið og við höfum komið hér á vexti og búið til ný störf,“ sagði Rajoy og bætti því við að Sánchez væri nú að reyna að mynda „Frankenstein-stjórn“ sem myndi skaða spænskt hagkerfi. Ef Sánchez verður forsætisráðherra í dag er ljóst að hann mun njóta stuðnings vinstriflokksins Podemos, tveggja Baskaflokka, tveggja flokka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og smáflokks frá Kanaríeyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Spænska þingið ræðir vantraust á forsætisráðherra vegna spillingarmála Framtíð spænska forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, mun ráðast á morgun þegar þingið greiðir atkvæði um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Vantraustið var rætt á þinginu í dag og var mörgum heitt í hamsi. 31. maí 2018 15:29
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33
Spænska ríkisstjórnin fallin Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. 31. maí 2018 16:28