Enski boltinn

Sir Alex kominn heim af sjúkrahúsi: „Barátta sem hann ætlaði að vinna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sir Alex Ferguson lyfti þessum bikar 13 sinnum sem stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson lyfti þessum bikar 13 sinnum sem stjóri Manchester United. vísir/getty
Sir Alex Ferguson hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn heim í arm fjölskyldunnar eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna alvarlegs heilablóðfalls.

Ferguson er 76 ára og er goðsögn í fótboltasögunni. Hann er sigursælasti knattspyrnustjóri Bretlands frá upphafi og vann 13 Englandsmeistaratitla á 26 árum með Manchester United.

Sir Alex var lagður inn á sjúkrahús í Salford, Manchester laugardaginn 5. maí og gekkst undir aðgerð sama kvöld. Ástand hans er sagt gott miðað við aðstæður og ætlar hann sér að vera mættur aftur í stúkuna á Old Trafford þegar nýtt keppnistímabil í ensku úrvalsdeildinni hefst í Ágúst.

Heimildarmaður The Sun sagði að „það vita allir að Sir Alex er sigurvegari og þetta var barátta sem hann ætlaði sér að vinna. Hann er kominn á fætur og er ánægður að vera kominn af sjúkrahúsinu.“

„Læknarnir eru bjartsýnir og það er stutt í að hann verði mættur aftur í „Leikhús draumanna“.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×