Enski boltinn

Wenger: Ekki viss hvort ég snúi aftur í þjálfun

Dagur Lárusson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, hefur gefið í skyn að hann muni ekki snúa aftur í þjálfun.

 

Eftir að hafa látið af störfum sem stjóri Arsenal hélt Wenger því fram að hann myndi leita sér að nýju stjórastarfi en í nýlegu viðtali gefur hann annað í skyn.

 

„Hef ég ennþá löngunina til þess að starfa sem stjóri? Það er spurning sem ég mun þurfa að svara á næstu vikum.“

 

„Ég hef ennþá löngin til þess að vera stjóri, en hvort ég sé tilbúinn til þess að taka að mér annað erfitt verkefni er önnur spurning, ég veit það ekki.“

 

„Ég verð að fjarlægja mig aðeins frá fótbolta, sem er eitthvað sem ég hef aldrei gert. Ég verð að sjá hversu mikið ég mun sakna þess.“

 

Fyrsta starf Wengers sem stjóri var hjá Nancy árið 1984 þar sem hann var í þrjú ár áður en hann fór til Mónakó. Þaðan hélt hann til Japan áður en hann tók við Arsenal árið 1996.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×