Viðskipti innlent

Kristín hættir sem ritstjóri Fréttablaðsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ritstjóri Fréttablaðsins undanfarin fjögur ár.
Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ritstjóri Fréttablaðsins undanfarin fjögur ár.

Frá og með deginum í dag tekur nýtt skipurit við hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins. Samkvæmt frétt á vef blaðsins mun Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og aðalritstjóri einbeita sér að rekstri fréttastofunnar. Hún verður áfram útgefandi í aðalstarfi en ritstjórar blaðsins verða alls fjórir. Ritstjórar Fréttablaðsins verða Kjartan Hreinn Njálsson og Ólöf Skaftadóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir sem hefur ritstýrt vefútgáfu Fréttablaðsins og Hörður Ægisson mun áfram ritstýra Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins.

Einnig var tilkynnt í dag að stofnuð hefur verið ný deild, Stafræn verkefni, IT og markaðsmál og mun Jóhanna Helga Viðarsdóttir stýra henni. Sigrún L. Sigurjónsdóttir mun áfram stýra fjármálasviði og Elmar Hallgríms Hallgrímsson sölu, greiningum og dreifingu. Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er forstjóri Torgs.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.