Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna göngumanns

Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Björgunarsveitir á Hólmavík og Ísafirði voru kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist.
Björgunarsveitir á Hólmavík og Ísafirði voru kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist. Vísir/Ernir

Björgunarsveitir á Hólmavík og Ísafirði voru á fjórða tímanum í dag kallaðar út vegna göngumanns sem er slasaður á fæti í fjallendi við Kaldalón í norðanverðu Ísafjarðardjúpi. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar einnig verið kölluð út.

Björgunarskip á Ísafirði og hópur frá björgunarsveitinni á Hólmavík eru á leiðinni á vettvang. Þar snjóþungt og ófært fyrir óbreytta bíla.

Uppfært klukkan 17:11: Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn upp úr klukkan 17 í dag. Flaug hún með hann á Reykjavíkurflugvöll þaðan sem hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.