Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna göngumanns

Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Björgunarsveitir á Hólmavík og Ísafirði voru kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist.
Björgunarsveitir á Hólmavík og Ísafirði voru kallaðar út vegna göngumanns sem slasaðist. Vísir/Ernir
Björgunarsveitir á Hólmavík og Ísafirði voru á fjórða tímanum í dag kallaðar út vegna göngumanns sem er slasaður á fæti í fjallendi við Kaldalón í norðanverðu Ísafjarðardjúpi. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar einnig verið kölluð út.

Björgunarskip á Ísafirði og hópur frá björgunarsveitinni á Hólmavík eru á leiðinni á vettvang. Þar snjóþungt og ófært fyrir óbreytta bíla.

Uppfært klukkan 17:11: Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn upp úr klukkan 17 í dag. Flaug hún með hann á Reykjavíkurflugvöll þaðan sem hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×