Körfubolti

Brynjar á leið í Tindastól

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar mun leika í öðrum búningi á næstu leiktíð.
Brynjar mun leika í öðrum búningi á næstu leiktíð. vísir/anton

Brynjar Þór Björnsson mun leik með Tindastól á næstu leiktíð. Þetta herma heimildir Vísis en Brynjar ku skrifa undir samninginn á næstu dögum.

Brynjar er uppalinn í KR þar sem hann hefur átt magnaðan feril. Hann hefur leikið þar allan sinn feril að undanskilnu einu tímabili í Svíþjóð þar sem hann lék með Jämtland Basket.

Með KR hefur Brynjar átta sinnum orðið Íslandsmeistari, þar á meðal fimm síðustu ár, en nú vill hann breyta til og leikur á Króknum á næstu leiktíð.

Í vetur spilaði Brynjar 28 leiki og skoraði í þeim að meðaltali rúmlega tólf stig auk þses að taka þrjú fráköst og gaf rúmar tvær stoðsendingar að meðtali í leik.

Hann fingurbrotnaði rétt fyrir úrslitakeppnina en kom sér aftur á skrið og sigldi einn einum titlinum í hús fyrir KR er liðið vann, einmitt, Tindastól í úrslitaseríunni, 3-1.

Stólarnir eru ríkjandi bikarmeistarar en vilja bæta um betur og slá við KR í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir bættu við sig Danero Thomas á dögunum og ljóst að þeir mæta öflugir til leiks á næstu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.