Álftin sér sjálf um að reka álftir af túnum bóndans Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2018 11:17 Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum, við álftarhreiðrið í túnjaðrinum á bökkum Hvítár. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49
Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16
Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15