Handbolti

Guðmundur Hólmar til Austurríkis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur í búningi Cesson. Hann er nú farinn frá liðinu.
Guðmundur í búningi Cesson. Hann er nú farinn frá liðinu. vísir/getty
Guðmundur Hólmar Helgason hefur ákveðið að ganga í raðir West Wien í Austurríki en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Hann kemur til liðsins frá Cesson Rennes í Frakklandi.

Guðmundur Hólmar verður ekki eini Íslendingurinn sem leikur þar en með liðinu leika þeir Viggó Kristjánsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson. Þjálfari liðsins er svo Hannes Jón Jónsson.

Á nýafstaðinni leiktíð datt West Wien út fyrir Alpla Hard í framlengdum oddaleik en liðið tapaði einnig fyrir sama liði í bikarúrslitum.

„Ég er mjög ánægður með að hafa krækt í Guðmund Hólm­ar. Hann er að mínu mati maður­inn sem mig hef­ur vantað til þess að stýra varn­ar­leik okk­ar en eins er hann öfl­ug­ur sókn­ar­maður,“ sagði Hann­es Jón í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Akureyringurinn Guðmundur Hólmar gekk í raðir Cesson Rennes sumarið 2016 og samdi þá við liðið til tveggja ára. Hann hefur glímt við meiðsli á tímabilinu en hann var meðal annars hluti af íslenska landsliðinu sem fór á EM 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×