Erlent

Viðkvæmt vopnahlé tekur gildi á Gaza ströndinni

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Palestínskir skæruliðar fara með kvöldbænir á Gaza ströndinni
Palestínskir skæruliðar fara með kvöldbænir á Gaza ströndinni Vísir/Getty
Vopnahlé tók gildi á milli Ísraels og palestínskra skæruliða á Gaza ströndinni í morgun. Það mun vera afrakstur leynilegra viðræðna Hamas samtakanna við ísraelska stjórnarerindreka. Eldflaugum var skotið á loft frá Gaza ströndinni fyrri hluta nætur og Ísraelsmenn svöruðu með nokkrum loftárásum.

Ekkert hefur hins vegar borið á átökum eftir að tilkynnt var um vopnahlé. Tvö skæruliðasamtök segjast bera ábyrgð á eldflaugum sem skotið var yfir landamærin til Ísraels síðustu daga; Hamas og samtökin sem kennd eru við heilagt stríð (Palestinian Islamic Jihad). Þau segjast hafa verið að svara fyrir morð Ísraelsmanna á friðsömum mótmælendum á Gaza ströndinni á dögunum.


Tengdar fréttir

Sprengjum rignir yfir Ísrael og Gaza

Ráðherra njósnamála í Ísrael, sagði í úrvarpsviðtali í dag að ekki hefðu verið jafn miklar líkur á stríði síðan árið 2014.

Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna

Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×