Erlent

Maður slasaðist alvarlega af völdum hraunspýju á Havaí

Kjartan Kjartansson skrifar
Spýjur úr hrauninu sem flæðir nú um Stóru eyju Havaí eru þungar. Jafnvel litlar spýjur geta verið lífshættulegar fólki.
Spýjur úr hrauninu sem flæðir nú um Stóru eyju Havaí eru þungar. Jafnvel litlar spýjur geta verið lífshættulegar fólki. Vísir/AFP
Fyrsta alvarlega slysið á fólki vegna eldgossins á Havaí átti sér stað í gær þegar karlmaður sem sat á svölum heima hjá sér fékk hraunspýju.

Talskona sveitarstjóra á svæðinu segir að spýjur úr rennandi hrauni geti vegið jafnmikið og ísskápur. Spýjan hafi lent á sköflungi mannsins þar sem hann sat á svölum á þriðju hæð og „rústað öllu þarna niðri á fætinum á honum“, að því er segir í frétt Reuters.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að hraunflæðið frá Kilauea-eldfjallinu á Stóru eyju Havaí hafi aukist á sumum stöðum um hvítasunnuhelgina. Jarðfræðingar vara við því að hraunið sé óútreiknanlegt og hvetja íbúa á svæðinu til þess að fylgja fyrirmælum yfirvalda.

Strandvegur sem er helsta undankomuleið íbúa á hamfarasvæðinu lokaðist næstum því í gær. Þá er talið mögulegt að hraunið nái út í sjó sem skapar hættu á að eiturgufa myndist og berist um.

Þúsundir manna hafa þegar yfirgefið heimili sín á sumum svæðum eyjunnar og kjarreldar hafa kviknað sums staðar vegna hraunsins.


Tengdar fréttir

Vara við stærðarinnar sprengingum á Havaí

Jarðfræðingar á Havaí segja að áframhaldandi virkni í eldfjalli þar gæti leitt til þess að stærðarinnar sprenging verði í fjallinu og að hnullungum gæti ringt yfir stærstu eyju eyjaklasans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×