Enski boltinn

Scholes: Sanchez getur ekki orðið verri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sanchez hefur ekki verið sannfærandi eftir að hann kom til United í janúar
Alexis Sanchez hefur ekki verið sannfærandi eftir að hann kom til United í janúar Vísir/Getty
Manchester United tapaði fyrir Chelsea í úrslitum enska bikarsins í gær og varð því að sætta sig við titlalaust tímabil. Fyrrum leikmaður United Paul Scholes var ekki sáttur við spilamennsku United og þá sérstaklega Alexis Sanchez.

„Frammistöður hans verða að batna og í sannleika sagt þá geta þær ekki orðið verri en þetta,“ sagði Scholes við BT Sport eftir úrslitaleikinn.

„Fyrstu leikirnir á næsta tímabili eru mjög mikilvægir fyrir hann. Hann þarf að fá stuðningsmennina til þess að trúa á hann aftur. Þeir þurfa stóran leikmann.“

„Paul Pogba vinnur ekki leiki upp á sitt einsdæmi og ekki Sanchez heldur. Eden Hazard gerir það.“

Hazard skoraði eina mark úrslitaleiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×