Innlent

Áfram unnið út frá þekktum fundarstöðum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leitarsvæðið í gær náði frá kirkjugarði Selfossbæjar og út að Kaldaðarnesi.
Leitarsvæðið í gær náði frá kirkjugarði Selfossbæjar og út að Kaldaðarnesi. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Leit að manni sem fór í Ölfusá í gær hófst að nýju upp úr klukkan níu í morgun. Leitin miðast áfram við þekkta fundarstaði úr sambærilegum atvikum þar sem menn hafa farið í ána.

Sjá einnig: Leitaraðstæður við Ölfusá betri í dag en í gær

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leitin sé með svipuðu móti og í gær. Þá hafi nokkrir tugir björgunarsveitarmanna farið af stað til leitar í morgun en um níutíu leituðu mannsins í gær.

„Þetta eru aftur björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi og úr Árnessýslu. Menn eru bara að leita með svipuðum hætti og í gær, á bátum og gangandi,“ segir Davíð.

„Það gerðist ekkert markvert í gær þannig að fólk kláraði sín verkefni og svo er núna verið að vinna út frá þessum þekktu stöðum þar sem er vitað til þess að aðrir menn hafi fundist.“

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við Vísi í morgun að leitaraðstæður séu töluvert betri í dag en í gær. Mikil úrkoma, hvassviðri og vatnavextir í Ölfusá gerðu leitarmönnum erfitt fyrir á hvítasunnudag. Búist er við því að leitað verði fram eftir degi.

Notast var við sæþotur við leitina í gær.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×