Enski boltinn

Coleman gæti snúið aftur mánuði eftir að hann var rekinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sunderland hefur átt hörmuleg tvö ár en gæti verið á uppleið undir nýjum eiganda.
Sunderland hefur átt hörmuleg tvö ár en gæti verið á uppleið undir nýjum eiganda. vísir/afp
Chris Coleman gæti snúið aftur til Sunderland aðeins mánuði eftir að hann var rekinn frá félaginu. Nýir eigendur eru mættir á staðinn sem hafa áhuga á endurkomu Coleman.

Sunderland féll úr Championship deildinni og niður í C-deild Englands í lok apríl mánaðar og fékk Coleman þá að fjúka.

Stewart Donald hefur nýlokið við kaup á félaginu, fékk það á 40 milljónir punda frá Ellis Short. Það er minna heldur en Everton borgaði fyrir Gylfa Þór Sigurðsson.

„Það vorum ekki við sem rákum Coleman og ég útiloka ekki að tala við Chris,“ sagði Donald.

„Ellis Short losaði sig við allt það sem honum fanst hindra félagið í að stefna fram á við. Chris var ein af þeim hindrunum í hans huga. Það kemur okkur hins vegar ekkert við og ég ætla ekki að útiloka Chris þegar kemur að því að ráða stjóra.“

Sunderland féll úr úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í tíu ár fyrir ári síðan og eftir eitt tímabil í Championship deildinni er liðið nú fallið niður í League One, þriðju deild Englands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×