Zuckerberg kemur fyrir Evrópuþing Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. maí 2018 16:15 Í dag verður Zuckerberg gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica.. Vísir/EPA Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, kemur fyrir Evrópuþingið og verður fundinum streymt í beinni útsendingu. Fundurinn fer fram í Brussel. Hann hefur fram til þessa neitað að svara spurningum breska löggjafans, hvort sem er rafrænt eða í eigin persónu. Í dag verður honum gert að svara fyrir gjörðir stjórnarmanna en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með greiningarfyrirtækinu Cambridge Analytica. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni síðan í ljós kom að greiningarfyrirækið, sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, komst yfir upplýsingarnar og hagnýtti þær í eigin þágu. Damian Collins, formaður bresku fjölmiðlanefndar þingsins, segir að þrátt fyrir að Zuckerberg komi fyrir Evrópuþingið sé enn mjög mikilvægt að hann svari spurningum Breta því enn sé margt á huldu. „En ef Mark Zuckerberg neitar gagngert að svara okkur þá neyðumst við til að biðja samstarfsfélaga okkar hjá Evrópuþinginu um að hjálpa okkur að fá þau svör sem við þurfum.“ Collins vill vita hvaða aðilar innan Facebook vissu um Cambridge Analytica gjörninginn og hvenær. Honum leikur þá einnig hugur á að vita meira um pólitískar auglýsingar sem „haldi áfram að grafa undan lýðræðinu,“hefur Reuters eftir Collins.Tajani náði að sannfæra Zuckerberg Upphaflega féllst Zuckerberg einkum á lokaðan fund en forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, sagðist hafa náð að sannfæra Zuckerberg um hafa fundinn aðgengilegan fyrir almenning að því er fram kemur á vef Guardian. Miklar vonir eru bundnar við fundinn því afar stirt hefur verið á milli Evrópusambandsins og stjórnenda Facebook. Evrópusambandið hefur þrálátlega beðið Zuckerberg um að koma fyrir hinar margvíslegu nefndir sambandsins; menningar- fjölmiðla og tækninefnd. Nefndirnar þurfa á skýringum Zuckerbergs að halda fyrir rannsókn Evrópusambandsins á falsfréttum. Á morgun heldur Zuckerberg á fund Emmanuels Macron, forseta Frakklands.Viðurkenndi mistök Um miðjan apríl kom Zuckerberg tvívegis fyrir Bandaríkjaþing, annars vegar fyrir nefndum öldungadeildar þingsins og hins vegar fyrir þingnefnd. Fundirnir voru aðgengilegir í streymi. Zuckerberg viðurkenndi að hafa gert mistök í máli breska geiningarfyrirtækisins. Eftir á að hyggja hefðu það verið mistök að trúa því að Cambridge Analytica hefði eytt gögnunum án þess að rannsaka málið frekar.Hér að neðan er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu.
Tengdar fréttir Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Bein útsending: Zuckerberg kemur aftur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag, annan daginn í röð. 11. apríl 2018 13:30
Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26
Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you. 4. apríl 2018 12:45