Innlent

Bein útsending: Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, Gunnar Valgeirsson, prófessor við California State háskólann í Bandaríkjunum, og Stefán Arnarson, íþróttastjóri KR og þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Fram í handknattleik kvenna, halda erindi á fundinum.
Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, Gunnar Valgeirsson, prófessor við California State háskólann í Bandaríkjunum, og Stefán Arnarson, íþróttastjóri KR og þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Fram í handknattleik kvenna, halda erindi á fundinum. Mynd/Háskóli Íslands
Hvernig er hægt að tryggja áfram félagslegt og uppeldislegt gildi íþrótta fyrir börn og ungmenni og stuðla um leið að áframhaldandi góðum árangri íslenskra íþróttamanna? Leitað verður svara við þessari spurningu á sjötta og síðasta fundinum í fundaröð Háskóla Íslands Háskólinn og samfélagið - Best fyrir börnin, sem fer fram í hádeginu í dag. Sýnt verður beint frá fundinum í spilaranum hér að neðan.

Fundurinn fer fram í dag, mánudaginn 28. maí, klukkan 12 til 13.15 í Hátíðasal Háskóla Íslands og erindi flytja þeir Viðar Halldórsson, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands, Gunnar Valgeirsson, prófessor við California State háskólann í Bandaríkjunum, og Stefán Arnarson, íþróttastjóri KR og þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Fram í handknattleik kvenna.





Sterk félagsleg og uppeldisleg gildi í íþróttastarfinu, gríðargóður árangur íslensks íþróttafólks á alþjóðavísu og #metoo byltingin gera það meðal annars að verkum að íþróttir á Íslandi standa á ákveðnum tímamótum. Hver þróun íþróttanna verður á komandi árum með hliðsjón af ofangreindum þáttum mun hafa mikil áhrif á upplifun og reynslu barna og ungmenna af íþróttastarfinu í framtíðinni.

Viðar Halldórsson mun í erindi sínu meðal annars fara yfir skipulag, áherslur og stöðuna almennt í íþróttastarfi á Íslandi. Hann mun fjalla um þær stóru áskoranir sem íþróttastarfið stendur frammi fyrir og þau tækifæri sem í þeim felast.

Gunnar Valgeirsson fjallar í framhaldinu um skipulag íþrótta í Bandaríkjunum til samanburðar við Ísland og Stefán Arnarson mun segja frá því hvernig hann samræmir uppeldis- og afreksáherslur í þjálfun sinni.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Börn á yfirsnúningi

Í hádeginu í dag fer fram fyrirlesturinn Börn og unglingar á yfirsnúningi - mikilvægi næringar og svefns fyrir unga Íslendinga. Streymt verður beint frá viðburðinum frá klukkan 12.

Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar

Svefn og næring eru tvær af helstu grunnstoðum heilsu ásamt hreyfingu og andlegri vellíðan, segja þær Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttur, prófessor í næringarfræði við skólann,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×