Handbolti

Ásgeir snýr aftur í Mosfellsbæ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásgeir Jónsson í leik með Aftureldingu árið 2011
Ásgeir Jónsson í leik með Aftureldingu árið 2011 Mynd/Stefán
Afturelding hefur fengið Ásgeir Jónsson til starfa sem aðstoðarþjálfara meistarflokks karla í handbolta. Þá hefur hinn ungi Tumi Steinn Rúnarsson gengið til liðs við félagið.

Ásgeir tekur við starfi Daða Hafþórssonar sem aðstoðarþjálfari Einars Andra Einarssonar. Ásgeir kemur frá ÍBV þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna með Hrafnhildi Skúladóttur.

„Það gleður okkur mjög að fá Ásgeir aftur heim, hann er öllum hnútum kunnugur í Mosfellsbænum bæði sem leikmaður og þjálfari og mun færa liðinu mikið með reynslu sinni og metnaði,“ segir í tilkynningu frá Aftureldingu.

Tumi Steinn er fastamaður í undir 18 ára landsliði Íslands. Hann er fæddur árið 2000 og kemur til Aftureldingar frá Val. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Tumi Steinn er kominn í Mosfellsbæinnmynd/afturelding



Fleiri fréttir

Sjá meira


×