Erlent

Birta myndband af handtöku körfuboltamanns

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sterling Brown leikur körfubolta í NBA-deildinni vestanhafs.
Sterling Brown leikur körfubolta í NBA-deildinni vestanhafs. Skjáskot
Lögreglan í Milwaukee hefur birt myndband af handtöku körfuboltamannsins Sterling Brown. Handtakan, sem framkvæmd var í byrjun árs, vakti töluverða ólgu vestanhafs því Brown var skotinn með rafbyssu fyrir að hafa lagt í stæði fyrir hreyfihamlaða.

Myndbandið, sem tekið var með myndavél á búningi lögreglumanns, má sjá hér að neðan.

Fram til þessa hefur lögreglan þvertekið fyrir að birta hið 30 mínútna langa myndband. Í því sést hvernig Brown streitist ekki á móti handtökunni sem þó endar með því að lögreglumenn skjóta hann með rafbyssu.

Lögreglustjórinn Alfonso Morales hefur beðist afsökunar fyrir hönd lögreglumannanna sem sendir voru á vettvang. Á blaðamannfundi sem haldinn var eftir birtingu myndbandsins viðurkenndi lögreglustjórinn að lögreglumennirnir hafi hagað sér með óábyrgum hætti. Þá þykir honum jafnframt miður að málin hafi þróast með þessum hætti.

Sterling var handtekinn og dvaldi í fangaklefa um tíma. Hann var þó aldrei ákærður. Hann segist ætla að fara fram á skaðabætur vegna málsins.

Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×