Fótbolti

Neymar byrjaður að æfa með landsliðinu: „Endurhæfingin framar vonum“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar á æfingu brasilíska landsliðsins í gær
Neymar á æfingu brasilíska landsliðsins í gær vísir/getty
Endurhæfing Neymar hefur gengið betur en óskast gat samkvæmt læknateymi brasilíska landsliðsins. Neymar er í lokahóp Brasilíu fyrir HM í Rússlandi þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan í febrúar.

Neymar fótbrotnaði í leik með Paris Saint-Germain í febrúar og fór hann í aðgerð í byrjun mars. Hann æfði með brasilíska landsliðinu í gær í fyrsta skipti eftir meiðslin.

„Maður veit aldrei hvað topp íþróttamaður eins og hann getur gert en endurhæfingin hefur verið yfir okkar væntingum,“ sagði einn þjálfara landsliðsins, Fabio Mahseredjian.

„Það er hugsað mjög vel um Neymar. Hann æfir með liðinu og það er vel fylgst með honum, hann fer í skoðun daglega. Það verður mikilvægt að skoða hvar hann er þegar við æfum 11 á móti 11.“

Brasilía hefur leik á HM á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga, 17. júní, í Rostov gegn Sviss.


Tengdar fréttir

Neymar hræddur við að snúa aftur

Brasilíska stórstjarnan Neymar segist ekki viss um að hann verði tilbúinn andlega til að snúa aftur á fótboltavöllinn á HM í Rússlandi því hann sé hræddur eftir meiðslin.

Neymar borinn útaf á börum í gærkvöldi

Mikil óvissa er um þátttöku Neymar í leik upp á líf eða dauða í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að Brasilíumaðurinn var borinn af velli í gærkvöldi.

Útlitið alltaf svartara og svartara hjá Neymar

Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar.

Meiddur Neymar í HM-hóp Brasilíu

Neymar er í HM hóp Brasilíu en þetta var tilkynnt nú rétt í þessu. Kappinn hefur glímt við meiðsli en er í hópnum nokkuð óvænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×