Erlent

Dularfullar hljóðbylgjur sagðar valda heilaskaða

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Fórnarlömbin eru sögð finna fyrir miklum þrýstingi við innra eyra
Fórnarlömbin eru sögð finna fyrir miklum þrýstingi við innra eyra Vísir/Getty
Bandarískur stjórnarerindreki í kínversku borginni Guangzhou hlaut minniháttar heilaskaða eftir einhverskonar árás með hljóðbylgjum að sögn stjórnvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir málið svipa til þess sem kom upp á Kúbu í fyrra. Þá veiktust meira en þrjátíu bandarískir og kanadískir sendiráðsstarfsmenn með dularfullum hætti og Bandaríkjastjórn sagði að hljóðbylgjur hefðu verið notaðar gegn þeim.

Einkennin geta verið mjög mismunandi og því er ekki fyllilega ljóst hvers vegna fullyrt er að um hljóðbylgjur hafi verið að ræða. Ekki er vitað til þess að tekist hafi að mæla eða greina bylgjurnar en þær eru sagðar geta valdið þrýstingi í höfði, svima, hausverk, ógleði, heilahristing og varanlegum heyrna- og minnisskaða.

Margar kenningar eru á lofti, meðal annars að um sé að ræða einhverskonar njósnabúnað sem hafi þessa fylgikvilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×