Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:59 Gylfi Þór er byrjaður að leika boltalistir að nýju Vísir/Vilhelm Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er „bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. Þetta sagði miðjumaðurinn knái í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í dag á æfingu íslenska liðsins. Gylfi Þór meiddist eins og alþjóð veit í leik með Brighton fyrr í vetur. Hann segir endurhæfinguna ganga vel. „Það er vika, tvær vikur síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Ég er byrjaður að skjóta núna sem er mjög góð tilfinning. Búinn að vera langur tími en ég er byrjaður að gera flest; hoppa, hlaupa og taka snúninga,“ sagði Gylfi Þór. „Fyrsta daginn eftir meiðslin þá hélt ég að HM væri í hættu, ég gat ekki hreyft hnéð. Síðan gekk þetta mjög vel áður en það kom smá bakslag, var vökvi í hnénu sem þurfti að taka úr og það setti mig aftur um eina til tvær vikur, en ég er á mjög fínum stað núna.“ „Það mikilvægasta sem við erum búnir að gera síðustu vikur er að vera ekkert að flýta okkur. Við höfum nægan tíma, ég er að koma á réttum tíma. Það er engin ástæða fyrir því að vera að flýta sér í æfingar eða fyrsta leik á móti Noreg, málið er að ég þarf að vera heill og klár þegar við mætum til Rússlands.“ Ísland á vináttulandsleiki við Noreg og Gana þann 2. og 7. júní á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands. Stefnir Gylfi á að spila í þeim leikjum? „Planið er að fá nokkrar mínútur þar. Hversu margar fer eftir því hvernig æfingarnar ganga á næstu dögum og hvernig hnéð tekur því,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35 Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46 Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er „bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. Þetta sagði miðjumaðurinn knái í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í dag á æfingu íslenska liðsins. Gylfi Þór meiddist eins og alþjóð veit í leik með Brighton fyrr í vetur. Hann segir endurhæfinguna ganga vel. „Það er vika, tvær vikur síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Ég er byrjaður að skjóta núna sem er mjög góð tilfinning. Búinn að vera langur tími en ég er byrjaður að gera flest; hoppa, hlaupa og taka snúninga,“ sagði Gylfi Þór. „Fyrsta daginn eftir meiðslin þá hélt ég að HM væri í hættu, ég gat ekki hreyft hnéð. Síðan gekk þetta mjög vel áður en það kom smá bakslag, var vökvi í hnénu sem þurfti að taka úr og það setti mig aftur um eina til tvær vikur, en ég er á mjög fínum stað núna.“ „Það mikilvægasta sem við erum búnir að gera síðustu vikur er að vera ekkert að flýta okkur. Við höfum nægan tíma, ég er að koma á réttum tíma. Það er engin ástæða fyrir því að vera að flýta sér í æfingar eða fyrsta leik á móti Noreg, málið er að ég þarf að vera heill og klár þegar við mætum til Rússlands.“ Ísland á vináttulandsleiki við Noreg og Gana þann 2. og 7. júní á Laugardalsvelli áður en liðið heldur til Rússlands. Stefnir Gylfi á að spila í þeim leikjum? „Planið er að fá nokkrar mínútur þar. Hversu margar fer eftir því hvernig æfingarnar ganga á næstu dögum og hvernig hnéð tekur því,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35 Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46 Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Strákarnir okkar eru fallbyssufóður á HM að mati nokkra virtra blaðamanna. 15. maí 2018 15:35
Gylfi byrjaður að sparka í bolta | Myndband Þau frábæru tíðindi bárust af Gylfa Þór Sigurðssyni í dag að hann væri farinn að sparka í bolta á nýjan leik. 17. maí 2018 13:46
Allardyce: Enn langt í Gylfa | Birkir spilar ekki um helgina Sam Allardyce, stjóri Everton, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Gylfi Þór Sigurðsson væri byrjaður að hreyfa sig á ný eftir meiðslin. 27. apríl 2018 09:30