Enski boltinn

Terry þarf ekki að mæta Chelsea þó Villa fari upp

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og John Terry fagna saman þegar þeir voru liðsfélagar hjá Chelsea
Eiður Smári Guðjohnsen og John Terry fagna saman þegar þeir voru liðsfélagar hjá Chelsea Vísir/Getty
John Terry yfirgaf Chelsea síðasta sumar eftir 19 ár hjá félaginu. Hann gekk í herbúðir Aston Villa og hafði Villa vinninginn yfir mörg úrvalsdeildarlið því hann gat ekki hugsað sér að mæta Chelsea. Nú er Villa einum leik frá því að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni að nýju.

Terry var gerður að fyrirliða hjá Villa þegar hann kom þangað og spilaði 35 leiki fyrir félagið á síðasta tímabili. Forráðamenn Villa vilja ólmir halda honum hjá félaginu og Terry gaf það sjáflur út á dögunum að hann myndi verða áfram færi liðið upp í úrvalsdeildina.

Knattspyrnustjórinn Steve Bruce hefur boðið Terry væna gulrót sem sýnir enn frekar vilja Villa að halda fyrrum landsliðsfyrirliðanum. Hann hefur lofað að hafa Terry ekki í hóp hjá Villa í leikjum gegn Chelsea, óski miðvörðurinn þess.

„Hann er einn besti varnarmaður þessa lands. Hann er frábær leiðtogi, og við framleiðum ekki mikið af þeim lengur. Hann er ekki nöldrari eða einhver sem þrýstir sínum vilja og skoðunum áfram. Hann hefur ekki farið fram úr væntingum, ég vissi nákvæmlega hvað hann mundi hafa fram að færa,“ sagði Bruce.

Aston Villa mætir Fulham í úrslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 15:55.


Tengdar fréttir

Terry: Verð áfram ef við förum upp

Chelsea gæti þurft að mæta fyrrum fyrirliða sínum til margra ára John Terry á næsta tímabili því Englendingurinn ætlar að vera áfram hjá Aston Villa komist liðið upp í deild hinna bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×