Erlent

Morgan Freeman biðst afsökunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Mörg vitni segja að Freeman hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt í kringum konur í gegnum tíðina.
Mörg vitni segja að Freeman hafi hegðað sér á óviðeigandi hátt í kringum konur í gegnum tíðina. Vísir/AFP
Bandaríski Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman hefur fært fram afsökunarbeiðni eftir að átta konur greindu frá kynferðislegri áreitni sem þær urðu fyrir af hálfu leikarans. 

Ein af þeim sagði Freeman hafa áreitt sig svo mánuðum skipti þegar þau unnu að bankaráns gamanmyndinni Going in Style.

Hún sagði þennan áttræða leikara haf snert sig ítrekað og reynt að lyfta pilsi hennar um leið og hann spurði hvort hún væri í nærbuxum. 

Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að Freeman hefði beðið alla þá afsökunar sem hefði liðið illa eða hefðu verið niðurlægðir.

Sagði Freeman það ekki hafa verið ásetning sinn að láta konum líða illa.

Bandaríska fréttastofan CNN ræddi við sextán manns um hegðun leikarans.

Ein af konunum sem rætt var við sagði Freeman hafa áreitt hana ítrekað við framleiðslu á myndinni Now You See Me árið 2012 sem og aðstoðarkonur hennar.

Heimildarmenn CNN segja að Freeman hafi endurtekið hagað sér þannig að konum hafi liðið illa í vinnunni á tökustöðum undanfarinn áratug. Áreitið á einnig að hafa átt sér stað í kynningarferðum fyrir kvikmyndir og á vettvangi framleiðslufyrirtækis Freeman.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×