Innlent

Loka­tölur úr Eyjum: Meiri­hlutinn fallinn og Elliði dottinn út

Bjarki Ármannsson skrifar
Hér má sjá bæjarfulltrúa Vestmannaeyja á komandi kjörtímabili.
Hér má sjá bæjarfulltrúa Vestmannaeyja á komandi kjörtímabili. vísir/gvendur

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. Elliði Vignisson, sem hefur gegnt embætti bæjarstjóra í Eyjum frá árinu 2006, var í fimmta sæti listans og nær ekki kjöri.

Fyrir Heimaey, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, nær sömuleiðis þremur mönnum inn í bæjarstjórn og Eyjalistinn missir einn mann og endar með tvo.

Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta í Vestmannaeyjum.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. vísir/hjalti

Sjálfstæðismenn unnu stórsigur í Vestmannaeyjum í síðustu sveitastjórnarkosningum undir stjórn Elliða, hlaut rúmlega 73 prósent atkvæða og fimm fulltrúa í bæjarstjórn á móti tveimur fulltrúum Eyjalistans.

Sú ákvörðun Sjálfstæðismanna að stilla upp lista en fara ekki í prófkjör í flokknum fyrir kosningar olli miklum titringi í flokknum og endaði með klofningsframboði H-listans, fyrir Heimaey.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 45,4 prósent atkvæða, Fyrir Heimaey 34,2 prósent og Eyjalistinn 20,3 prósent.

Kjörsókn var áberandi góð í Vestmannaeyjum, rúmlega 83 prósent.

Ný bæjarstjórn lítur svona út:

1 D Hildur Sólveig Sigurðardóttir     
2 H Íris Róbertsdóttir            
3 D Helga Kristín Kolbeins
4 E Njáll Ragnarsson
5 H Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
6 D Trausti Hjaltason
7 H Elís Jónsson      


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.