Stefnt að því að setja upp umferðarljós við Jökulsárlón Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:43 Yfirlitsmynd með langsniði vegar sem sýnir umræddar aðgerðir. vegagerðin Vegagerðin stefnir að því að komin verði upp umferðarljós við einbreiðu brúna við Jökulsárlón fyrir haustið. Um verður að ræða einu umferðarljósin á hringveginum sem eru utan þéttbýlis. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 65 milljónir króna. Mest af þeirri upphæð fer í að hækka veginn beggja vegna brúarinnar til að auka vegsýnina, samhliða því að umferðarljósin verða sett upp. Er ráðist í framkvæmdirnar til að bæta umferðaröryggi við brúna, en brúin er ekki aðeins einbreið heldur einnig með blindhæð. Vegagerðin fékk frekar hátt tilboð hækkun vegarins fyrir helgi og óljóst hvernig því verði tekið, samkvæmt svari stofnunarinnar, en um hraðtilboð var að ræða eftir að búið var að bjóða verkið út einu sinni. Engu að síður er stefnt á að verkið klárist fyrir haustið. Í minnisblaði Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna er réttilega bent á það að Jökulsárlón er með fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Árdagsumferð þar hefur vaxið um 227 prósent frá árinu 2013 en árið 2016 var árdagsumferð áætluð um 1000 bílar á dag og sumardagsumferð um 1690 bílar á dag. Var það aukning um 190 prósent frá 2013. Vetrardagsumferð árið 2016 var 510 bílar á dag sem var aukning um 310 prósent frá árinu 2013. Áætlað er að hækka veginn á um 150 metra kafla beggja megin brúarinnar til að bæta vegsýn við brúna. „Í skipulagsdrögum af svæðinu er gert ráð fyrir um 100 m langri bráðabirgðavegtengingu að núverandi þjónustusvæðinu ofan vegar austan ár og annari vegteningu að fyrirhuguðu bílastæði neðan vegar vestan ár, en vegtengingum verði lokað vestan ár ofan vegar og austan ár neðan vegar. Á staðfestu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegtenginu að nýju þjónustusvæði um 600 m austan Jökulsá,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar. Samgöngur Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Vegagerðin stefnir að því að komin verði upp umferðarljós við einbreiðu brúna við Jökulsárlón fyrir haustið. Um verður að ræða einu umferðarljósin á hringveginum sem eru utan þéttbýlis. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 65 milljónir króna. Mest af þeirri upphæð fer í að hækka veginn beggja vegna brúarinnar til að auka vegsýnina, samhliða því að umferðarljósin verða sett upp. Er ráðist í framkvæmdirnar til að bæta umferðaröryggi við brúna, en brúin er ekki aðeins einbreið heldur einnig með blindhæð. Vegagerðin fékk frekar hátt tilboð hækkun vegarins fyrir helgi og óljóst hvernig því verði tekið, samkvæmt svari stofnunarinnar, en um hraðtilboð var að ræða eftir að búið var að bjóða verkið út einu sinni. Engu að síður er stefnt á að verkið klárist fyrir haustið. Í minnisblaði Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna er réttilega bent á það að Jökulsárlón er með fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Árdagsumferð þar hefur vaxið um 227 prósent frá árinu 2013 en árið 2016 var árdagsumferð áætluð um 1000 bílar á dag og sumardagsumferð um 1690 bílar á dag. Var það aukning um 190 prósent frá 2013. Vetrardagsumferð árið 2016 var 510 bílar á dag sem var aukning um 310 prósent frá árinu 2013. Áætlað er að hækka veginn á um 150 metra kafla beggja megin brúarinnar til að bæta vegsýn við brúna. „Í skipulagsdrögum af svæðinu er gert ráð fyrir um 100 m langri bráðabirgðavegtengingu að núverandi þjónustusvæðinu ofan vegar austan ár og annari vegteningu að fyrirhuguðu bílastæði neðan vegar vestan ár, en vegtengingum verði lokað vestan ár ofan vegar og austan ár neðan vegar. Á staðfestu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegtenginu að nýju þjónustusvæði um 600 m austan Jökulsá,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar.
Samgöngur Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00