Stefnt að því að setja upp umferðarljós við Jökulsárlón Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:43 Yfirlitsmynd með langsniði vegar sem sýnir umræddar aðgerðir. vegagerðin Vegagerðin stefnir að því að komin verði upp umferðarljós við einbreiðu brúna við Jökulsárlón fyrir haustið. Um verður að ræða einu umferðarljósin á hringveginum sem eru utan þéttbýlis. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 65 milljónir króna. Mest af þeirri upphæð fer í að hækka veginn beggja vegna brúarinnar til að auka vegsýnina, samhliða því að umferðarljósin verða sett upp. Er ráðist í framkvæmdirnar til að bæta umferðaröryggi við brúna, en brúin er ekki aðeins einbreið heldur einnig með blindhæð. Vegagerðin fékk frekar hátt tilboð hækkun vegarins fyrir helgi og óljóst hvernig því verði tekið, samkvæmt svari stofnunarinnar, en um hraðtilboð var að ræða eftir að búið var að bjóða verkið út einu sinni. Engu að síður er stefnt á að verkið klárist fyrir haustið. Í minnisblaði Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna er réttilega bent á það að Jökulsárlón er með fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Árdagsumferð þar hefur vaxið um 227 prósent frá árinu 2013 en árið 2016 var árdagsumferð áætluð um 1000 bílar á dag og sumardagsumferð um 1690 bílar á dag. Var það aukning um 190 prósent frá 2013. Vetrardagsumferð árið 2016 var 510 bílar á dag sem var aukning um 310 prósent frá árinu 2013. Áætlað er að hækka veginn á um 150 metra kafla beggja megin brúarinnar til að bæta vegsýn við brúna. „Í skipulagsdrögum af svæðinu er gert ráð fyrir um 100 m langri bráðabirgðavegtengingu að núverandi þjónustusvæðinu ofan vegar austan ár og annari vegteningu að fyrirhuguðu bílastæði neðan vegar vestan ár, en vegtengingum verði lokað vestan ár ofan vegar og austan ár neðan vegar. Á staðfestu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegtenginu að nýju þjónustusvæði um 600 m austan Jökulsá,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar. Samgöngur Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Vegagerðin stefnir að því að komin verði upp umferðarljós við einbreiðu brúna við Jökulsárlón fyrir haustið. Um verður að ræða einu umferðarljósin á hringveginum sem eru utan þéttbýlis. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis en heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður 65 milljónir króna. Mest af þeirri upphæð fer í að hækka veginn beggja vegna brúarinnar til að auka vegsýnina, samhliða því að umferðarljósin verða sett upp. Er ráðist í framkvæmdirnar til að bæta umferðaröryggi við brúna, en brúin er ekki aðeins einbreið heldur einnig með blindhæð. Vegagerðin fékk frekar hátt tilboð hækkun vegarins fyrir helgi og óljóst hvernig því verði tekið, samkvæmt svari stofnunarinnar, en um hraðtilboð var að ræða eftir að búið var að bjóða verkið út einu sinni. Engu að síður er stefnt á að verkið klárist fyrir haustið. Í minnisblaði Vegagerðarinnar vegna framkvæmdanna er réttilega bent á það að Jökulsárlón er með fjölsóttari ferðamannastöðum landsins. Árdagsumferð þar hefur vaxið um 227 prósent frá árinu 2013 en árið 2016 var árdagsumferð áætluð um 1000 bílar á dag og sumardagsumferð um 1690 bílar á dag. Var það aukning um 190 prósent frá 2013. Vetrardagsumferð árið 2016 var 510 bílar á dag sem var aukning um 310 prósent frá árinu 2013. Áætlað er að hækka veginn á um 150 metra kafla beggja megin brúarinnar til að bæta vegsýn við brúna. „Í skipulagsdrögum af svæðinu er gert ráð fyrir um 100 m langri bráðabirgðavegtengingu að núverandi þjónustusvæðinu ofan vegar austan ár og annari vegteningu að fyrirhuguðu bílastæði neðan vegar vestan ár, en vegtengingum verði lokað vestan ár ofan vegar og austan ár neðan vegar. Á staðfestu deiliskipulagi er gert ráð fyrir vegtenginu að nýju þjónustusvæði um 600 m austan Jökulsá,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar.
Samgöngur Tengdar fréttir Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00 Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. 17. maí 2018 22:00
Ferðamannasprengjan gjörbreytt bændasamfélögum á Suðurlandi Blaðamaður Vísis heimsótti þrjú misstór sveitarfélög á Suðurlandi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 11. maí 2018 14:00