Handbolti

FH-ingar sungu um sjóðheitan Will Grigg

Einar Sigurvinsson skrifar
FH-ingar fagna sigrinum í gær.
FH-ingar fagna sigrinum í gær. vísir/andri marinó
Þó svo að tvö ár séu frá því að lagið um sjóðheita Norður-Írann Will Grigg gerði allt vitlaust á Evrópumótinu í Frakklandi, lifir lagið enn góðu lífi.

FH tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í handbolta eftir sigur á Selfossi, en liðin mættust í oddleik í gær.

Því fögnuðu FH-ingar eðlilega vel en myndband af leikmönnum liðsins fagna undir laginu fræga má sjá hér fyrir neðan.

Þess má geta að Will Grigg er búinn að skora 26 mörk á tímabilinu fyrir Wigan, sem leikur í þriðju efstu deild Englands. Hann er því vissulega enn sjóðheitur.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×