Newcastle tók síðustu von Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Newcastle máttu fagna í dag
Leikmenn Newcastle máttu fagna í dag vísir/getty
Chelsea verður ekki með í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en liðið endaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir tap gegn Newcastle í lokaumferðinni í dag.

Chelsea þurfti sigur í Newcastle og treysta á það Liverpool tapaði fyrir Brighton til þess að ná í síðasta sætið í Meistaradeildinni. Lærisveinar Jurgen Klopp unnu hins vegar stórsigur og Englandsmeistarar síðasta árs þurfa að sætta sig við fimmta sætið.

Gestirnir voru lakari aðilinn í leiknum í dag og lentu undir snemma leiks eftir að Dwight Gayle skallaði boltann í netið af stuttu færi. Ayoze Perez skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Newcastle 3-0 sigur.

Thibaut Courtois þurfti nokkrum sinnum að hafa sig allan við að verjast sóknum Newcastle á meðan Chelsea var lítið í færum. Newcastle lýkur keppni í tíunda sæti en Chelsea eins og áður segir í því fimmta.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira