Lífið

Íslendingar elska Eurovision: "Hér eru engin landamæri og allir vinir“

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Nú er það orðið ljóst hvaða þjóðir taka þátt á lokakvöldi Eurovision, en Danir, Svíar og Norðmenn komust í úrslit eftir seinni undanúrslitariðilinn í gær.

Íslendingar verða því eina Norðurlandaþjóðin sem tekur ekki þátt annað kvöld.

Þrátt fyrir að Íslendingar verði ekki á sviðinu annað kvöld þá eru yfir hundrað Íslendingar í Lissabon að fylgjast með, en af hverju elska Íslendingar þessa keppni svona mikið?

„Þetta er bara svo skemmtilegt, þetta er allt skemmtilegt. Alveg saman þó svo að lögin séu sum leiðinleg, þá eru þau samt skemmtileg,“ segir Sólrún Ásta Steinsdóttir, aðdáandi keppninnar í miðborg Lissabon.

„Það eru allir svo glaðir. Þetta er fyrsta keppnin sem ég fer á og það er ótrúlegt hvað allir eru glaðir, bara óendanlega mikil gleði. Þessi keppni er miklu sterkari en ég bjóst við. Það er ótrúlegt að standa inni í höllinni og upplifa þessi lög.“

„Það sem mér finnst sérstakt við Eurovision er hvað allir hér eru miklir jafningjar,“ segir Tinna Rós Steinsdóttir.

„Það eru bara allir að syngja saman og kunna öll lögin, og hér eru allir vinir. Það er sama hver þú ert, það eru allir bara teknir inn í hópinn.“

„Það er svo mikil gleði og eining hér. Það eru enginn landamæri í Eurovision, þó þetta sé keppni. Ég ef ekki ennþá hitt neinn í vondu skapi hérna, sem er mjög lýsandi,“ segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson sem fór einnig á Eurovision í Malmö 2013.

„Við erum stór fjölskylda hér og allir vinir. Þessi borg er frábær fyrir svona keppni. Lissabon er fullkomin borg fyrir Eurovision, veðrið, sagan og fólkið. Þetta er bara draumurinn,“ segir Charles Gittins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×