Erlent

Ákærð fyrir áralangt ofbeldi gegn börnunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jonathan Allen og Ina Rogers voru handtekin í mars.
Jonathan Allen og Ina Rogers voru handtekin í mars. Guardian
Foreldrar í Kaliforníu hafa verið ákærðir fyrir barnaníð og pyntingar eftir að 10 börn fundust við „hræðilegan“ aðbúnað á heimili þeirra.

Jonathan Allen, 29 ára gamall faðir barnanna, neitar að hafa brotið gegn börnum sínum sem eru á aldrinum 4 mánaða til 12 ára og bjuggu ásamt foreldrum sínum í borginni Fairfield, norðan San Fransisco.

Móðirin, Ina Rogers, hefur að sama skapi neitað öllum ásökunum. Foreldrarnir sæta níu ákærum fyrir barnaníð en faðirinn er einnig ákærður í sjö liðum fyrir pyntingar.

Börnunum var bjargað af heimilinu í mars síðastliðnum. Að sögn þarlendra lögregluyfirvalda voru börnin illa útleikin. Til að mynda sáust á líkama þeirra fjöldi bruna- og stungusára og þá virðast þau einnig hafa verið skotin með loftbyssum. Ljóst væri að sögn saksóknara að börnin hafi verið notuð til að fullnægja „sadískum“ löngunum foreldranna.



Samantekt Guardian um málið má sjá hér að neðan

Þá á heimilið að hafa verið fullt af úldnum mat og hvers kyns úrgangi. Börnin eru sögð hafa greint frá því í viðtölum við félagsráðgjafa og sálfræðinga að ofbeldið hafi staðið yfir árum saman.

Barnaverndaryfirvöld í Kaliforníu rannsaka nú hvort að þau hafi getað brugðist fyrr við í máli barnanna. Þau hafi til að mynda farið inn á heimili fjölskyldunnar fyrir 3 árum síðan. Ekkert hafi hins vegar verið gert í kjölfarið og börnunum því aftur komið í umsjá foreldra sinna - sem héldu ofbeldinu áfram.

Amma barnanna, móðir Inu Rogers, segir að hana hafi alltaf grunað að verið væri að misnota börnin. Á vef Guardian er haft eftir ömmunni að henni hafi alltaf þótt tengdasonur sinn vera skrímsli.

„Hann átti það til að slá börnin utanundir og setja svo límband yfir munninn á þeim svo þau myndu hætta að gráta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×