Innlent

Banaslys á Suðurlandsvegi

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang sem flutti þrjá á slysadeild í Reykjavík.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang sem flutti þrjá á slysadeild í Reykjavík.

Banaslys varð á Suðurlandsvegi á þriðja tímanum í dag þegar tveir bílar rákust á. Slysi varð við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. 

Alls voru fjórir í þessum tveimur bílum, þrír í öðrum og einn í hinum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang sem flutti þrjá á slysadeild í Reykjavík.

Tildrög slyssins er ókunn.

Suðurlandsvegur er enn lokaður skammt vestan við Markarfljót vegna rannsóknar á vettvangi. Hjáleið er um Bakkaveg og Landeyjarhafnarveg.

Frá vettvangi slyssins í dag. Vísir/Magnús Hlynur

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.