Innlent

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna yfirgefinnar tösku

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Taskan fannst í suðurbyggingu vallarins á sjötta tímanum í dag.
Taskan fannst í suðurbyggingu vallarins á sjötta tímanum í dag. vísir/STEFÁN

Sprengjusveit lögreglu var kölluð út um klukkan 18 í dag vegna yfirgefinnar tösku í suðurbyggingu Keflavíkurflugvallar. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, við Vísi.

Taskan, sem hafði annað hvort gleymst eða verið skilin eftir að sögn Guðjóns, fannst í suðurbyggingu vallarins á sjötta tímanum í dag. Við fundinn var gerð svokölluð snefilatuhugun á töskunni og út úr henni kom rauð niðurstaða, þ.e. að mögulega væri sprengiefni á eða í töskunni. Þá var haft samband við lögreglu sem bað um aðra snefilathugun.

Úr þeirri könnun kom græn niðurstaða, sem þýðir að ekkert sprengiefni mælist. Lögregla tók þá ákvörðun um að nýta atvikið sem æfingu á viðbragðstíma. Guðjón segir fólk þá hafa verið fært frá svæðinu í kringum töskuna.

Samkvæmt upplýsingum frá viðmælanda Vísis á vettvangi vísaði lögregla öllum sem staddir voru í grennd við veitingastaðinn Mathús í suðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, þar sem taskan fannst, niður í kjallara. Þegar þar var komið sögu hafði sprengjusveit lögreglu verið kölluð út og var á leiðinni. Sprengjusveitin hefur nú lokið störfum á vettvangi.

Atvikið hafði engin áhrif á flug. Þá gat Guðjón ekki sagt til um afdrif töskunnar.

Uppfært klukkan 19:10: Lögregla hefur lokið störfum á vettvangi og þá hefur töskunni verið komið fyrir á meðal óskilamuna á Keflavíkurflugvelli, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Þá segir hann æfinguna hafa gengið vel.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. Farið var með viðstadda niður í kjallara suðurbyggingar vallarins eftir að sprengjusveit lögreglu var kölluð út. Mynd/Aðsend


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.