Innlent

Íslendingur lést í slysinu á Suðurlandsvegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá slysstað í dag.
Frá slysstað í dag. Vísir

Íslendingur lést í slysinu sem varð á Suðurlandsvegi á þriðja tímanum í dag. Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Erlendir ferðamenn voru í hinum bílnum en slysið varð með þeim hætti að tveir bílar rákust á við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Einn ferðamannanna er töluvert slasaður að sögn Sveins en hinir lítið.

Ekki fengust frekari upplýsingar um tildrög slyssins en um er að ræða áttunda banaslysið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi það sem af er ári. Á áttunda tímanum í kvöld var vinnu viðbragðsaðila á slysstað rétt að ljúka.

Suðurlandsvegi var lokað skammt vestan við Markarfljót vegna rannsóknar á vettvangi en vegurinn var opnaður aftur um klukkan 20:00, að því er fram kemur í uppfærðri tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.