Ekki í boði að sleppa umsýslugjaldinu: „Auðvitað munar mann um þetta“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. maí 2018 20:00 Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum. Í kvöldfréttum síðasta mánudag ítrekaði forstjóri Neytendastofu að lögum samkvæmt bæri fasteignasölum að kynna kaupendum rétt sinn til að fara sjálfir með skjöl í þinglýsingu í stað þess að greiða sérstakt umsýslugjald. Þannig væri það í samræmi við ákvörðun Neytendastofu og ummæli í lagafrumvarpi. Þrátt fyrir þetta er gjaldið víða enn sett fram sem skylda.Frétt Stöðvar 2: Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustuÞegar Ester Gísladóttir keypti fasteign í nóvember í fyrra furðaði hún sig á gjaldinu, sem hljóðaði upp á 60 þúsund krónur.Sagði gjaldið komið inn í lögin „Ég spurði hana hvort ég gæti ekki losnað við að borga þetta og gert þetta sjálf. Hún sagði nei, ég spyr af hverju, ég væri fullfær um það, ekki óviti og stödd í Reykjavík. Þá sagði hún að þetta hefði verið mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum og væri komið inn í lögin,“ segir Ester. Hún greiddi því gjaldið en segir farir sínar ekki sléttar, enda hafi hún einfaldlega treyst því að um skyldu væri að ræða. „Þetta eru heilar 60 þúsund krónur og auðvitað munar mann um þetta. Sérstaklega þegar maður er að kaupa, þá munar mann um hverja krónu,“ segir Ester.Eftirlitsnefnd skoðar málið Fréttastofu hafa borist fleiri sambærilegar frásagnir. Meðal þeirra er frásögn kaupanda sem var tjáð að ef hann greiddi ekki gjaldið væri enga aðstoð að fá ef eitthvað kæmi upp á eftir kaup – nema gegn greiðslu 15 þúsund króna á klukkustund fyrir samtal. Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur eftirlit með starfsháttum stéttarinnar, en formaðurinn Þórður Bogason segir eina ábendingu hafa borist vegna umsýslugjalda í vikunni, en engar formlegar kvartanir. Fyrirkomulag þessara mála verði hins vegar sett á dagskrá á næsta fundi í tilefni fréttaflutnings síðustu daga. „Nefndin hefur oft gefið út sérstök umburðarbréf til fasteignasala þar sem leitast er við að leiðbeina um þætti sem nefndin telur að þurfi skoðunar við. Nefndin mun strax í næstu viku taka það til skoðunar að gefa út slíkt umburðarbréf og eða fjalla frekar um þessi atriði,“ segir Þórður. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum. Í kvöldfréttum síðasta mánudag ítrekaði forstjóri Neytendastofu að lögum samkvæmt bæri fasteignasölum að kynna kaupendum rétt sinn til að fara sjálfir með skjöl í þinglýsingu í stað þess að greiða sérstakt umsýslugjald. Þannig væri það í samræmi við ákvörðun Neytendastofu og ummæli í lagafrumvarpi. Þrátt fyrir þetta er gjaldið víða enn sett fram sem skylda.Frétt Stöðvar 2: Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustuÞegar Ester Gísladóttir keypti fasteign í nóvember í fyrra furðaði hún sig á gjaldinu, sem hljóðaði upp á 60 þúsund krónur.Sagði gjaldið komið inn í lögin „Ég spurði hana hvort ég gæti ekki losnað við að borga þetta og gert þetta sjálf. Hún sagði nei, ég spyr af hverju, ég væri fullfær um það, ekki óviti og stödd í Reykjavík. Þá sagði hún að þetta hefði verið mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum og væri komið inn í lögin,“ segir Ester. Hún greiddi því gjaldið en segir farir sínar ekki sléttar, enda hafi hún einfaldlega treyst því að um skyldu væri að ræða. „Þetta eru heilar 60 þúsund krónur og auðvitað munar mann um þetta. Sérstaklega þegar maður er að kaupa, þá munar mann um hverja krónu,“ segir Ester.Eftirlitsnefnd skoðar málið Fréttastofu hafa borist fleiri sambærilegar frásagnir. Meðal þeirra er frásögn kaupanda sem var tjáð að ef hann greiddi ekki gjaldið væri enga aðstoð að fá ef eitthvað kæmi upp á eftir kaup – nema gegn greiðslu 15 þúsund króna á klukkustund fyrir samtal. Eftirlitsnefnd fasteignasala hefur eftirlit með starfsháttum stéttarinnar, en formaðurinn Þórður Bogason segir eina ábendingu hafa borist vegna umsýslugjalda í vikunni, en engar formlegar kvartanir. Fyrirkomulag þessara mála verði hins vegar sett á dagskrá á næsta fundi í tilefni fréttaflutnings síðustu daga. „Nefndin hefur oft gefið út sérstök umburðarbréf til fasteignasala þar sem leitast er við að leiðbeina um þætti sem nefndin telur að þurfi skoðunar við. Nefndin mun strax í næstu viku taka það til skoðunar að gefa út slíkt umburðarbréf og eða fjalla frekar um þessi atriði,“ segir Þórður.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira