Erlent

Öskuregn úr þrjátíu þúsund feta hæð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hér sést skjáskot úr vefmyndavél Eldfjallaathugunarstöðvarinnar á Havaí, HVO.
Hér sést skjáskot úr vefmyndavél Eldfjallaathugunarstöðvarinnar á Havaí, HVO. Skjáskot/USGS
Kröftugt gos varð í eldfjallinu Kilauea á Havaí í dag. Gosið varð til þess að aska gaus um þrjátíu þúsund fet upp í loft, með tilheyrandi sprengingum, og rigndi svo niður á nærliggjandi svæði. Eldgos hófst í fjallinu í byrjun maí.

Gosið í dag varð um klukkan 5 í morgun að staðartíma eða um klukkan 15 í dag að íslenskum tíma.  Minnst 1.700 manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldgossins í eldfjallinu Kilauea og hefur hraun úr fjallinu eyðilagt byggingar í grenndinni. Íbúar við eldfjallið voru beðnir um að leita skjóls í dag þar eð gosmökkur og öskuregn lagðist yfir stórt svæði.

Jarðfræðingar á Havaí vöruðu við því í síðustu viku að stærðarinnar sprenging gæti orðið í fjallinu og hnullungum rignt yfir stærstu eyju eyjaklasans.


Tengdar fréttir

Vara við stærðarinnar sprengingum á Havaí

Jarðfræðingar á Havaí segja að áframhaldandi virkni í eldfjalli þar gæti leitt til þess að stærðarinnar sprenging verði í fjallinu og að hnullungum gæti ringt yfir stærstu eyju eyjaklasans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×