Enski boltinn

"Chelsea á ekki að reka Conte“

Dagur Lárusson skrifar
Gianluca Vialli.
Gianluca Vialli. vísir/getty
Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður og stjóri Chelsea, segir að félagið eigi að halda í Antonio Conte þrátt fyrir lélegt tímabil.

 

Chelsea varð Englandsmeistari undir stjórn Conte á síðasta tímabili en á þessu tímabili endaði liðið í fimmta sæti og spilar því ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Vialli telur þó að landi sinn hafi staðið sig vel hjá Chelsea og eigi skilið að halda áfram.

 

„Ef ég væri Conte þá myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en ég færi frá Chelsea, en ef ég væri Chelsea þá myndi ég hugsa mig þrisvar um áður en ég léti Conte fara.“

 

„Hann stóð sig gríðarlega vel á síðasta tímabili þar sem hann vann ensku deildina sem er alltaf erfitt því þar eru sex eða sjö lið sem geta unnið.“

 

„Deildin er svo erfið en hann náði samt sem áður að vinna hana á þann veg sem þeir gerðu.“

 

„Tímabilið eftir sigur í deildinni er þó alltaf erfiðara. Mótherjarnir verða ennþá sterkari og einbeittari, þannig ég tel hann hafa gert allt sem hann mögulega gat gert á þessari leiktíð,“ sagði Vialli.

 


Tengdar fréttir

Mourinho og Conte semja frið

Skotin hafa gengið á víxl milli Jose Mourinho, stjóra Manchester United, og Antonio Conte, stjóra Chelsea, í vetur en þeir hafa borið klæði á vopnin fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×