Enski boltinn

Lampard: Pogba er hæfileikaríkari en ég en hugsar of mikið um glæsileikann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba hefur átt frábæra leiki fyrir United í vetur en aðra ekki eins góða
Paul Pogba hefur átt frábæra leiki fyrir United í vetur en aðra ekki eins góða vísir/getty
Fyrrum leikmaður Chelsea, Frank Lampard, segist ekki átta sig á því hvernig leikmaður Paul Pogba gæti orðið því hann hugsi of mikið um að gera glæsilega hluti heldur en taktíkina.

Lampard, sem er sérfræðingur hjá bresku sjónvarpsstöðinni BT Sport, sagði að Pogba ætti að geta skorað að minnsta kosti 15 mörk á hverju tímabili ef hann hlustar á knattspyrnustjóra sinn, Jose Mourinho. Frakkinn setti sex mörk með Manchester United í 37 leikjum í vetur.

„Ég veit ekki alveg hvað Paul Pogba er,“ sagði Lampard fyrir úrslitaleikinn í bikarnum sem fram fór í gær þar sem Chelsesa vann 1-0.

„Hann tekur slæmar ákvarðanir á miðjunni, einfaldar ákvarðanir, en gerir svo eitthvað frábært og ég get ímyndað mér að það sé að fara með hausinn á Jose Mourinho. Hann hlýtur að hugsa „Ég vil þig í liðið mitt útaf því þú gerir frábæra hluti en svo gerir þú ýmislegt sem er alls ekki gott fyrir liðið.““

„Mourinho reyndi að hrista þetta úr honum nokkrum sinnum í vetur en ég er ekki viss um að Pogba hafi áttað sig á því.“

„Hann er frábær í fótunum og getur rekið boltann vel, en það er engin tilgangur í því að rekja boltann á þínum eigin vallarhelmingi nema þú sért að koma þér út úr vanda, svo allir þessir snúningar og læti lítur mjög vel út en ég er ekki hrifin af því,“ sagði Lampard sem segir Pogba hafa meiri hæfileika en hann sjálfur hafði.

„Margir ungir leikmenn fara á YouTube og sjá svona listir og vilja leika þær eftir. Ég er ekki hrifinn af því. Hann hefur hugsað of mikið um það,“ sagði Frank Lampard.


Tengdar fréttir

Mourinho setur Pogba áskorun að standa sig

Jose Mourinho segist hafa látið Paul Pogba vita af því að hann búist við ákveðnum staðli frá honum í öllum leikjum. Pogba hefur verið mjög sveiflukenndur í síðustu leikjum.

Bláhærður Pogba sneri Manchester-slagnum

Manchester United kom í veg fyrir að grannarnir í Manchester City fögnuðu Englandsmeistaratitlinum með 2-3 endurkomusigri í leik liðanna á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×