Telur hótanir ekki vænlegar til árangurs Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira